Heimsókn til Kuldabola

Steinunn mamma Eyglóar og Reynir afi Eyglóar eru í bænum þannig að við skruppum í heimsókn. Þau eru stödd hjá Jóhannesi bróður Reynis (sem sumir kalla Kuldabola). Við fórum þangað og af tilviljun kom Bensi sonur Jóhannesar á staðinn með syni sínum Jóhannesi.

Það var mikið spjallað og Reynir kom með nokkrar sögur af kommúnistum og krötum á Norðfirði. Reynir minntist á að Framsóknarflokkurinn á Norðfirði væri orðinn fullur af gömlum kommum (ég viðheld hér orðnotkun hans). Hann sagðist líka hafa farið á fund með Davíð Oddssyni þarna og lenti í því að kratar og kommar hefðu haldið þvílíkar lofræður um Davíð að honum þótti eiginlega nóg um, hann sjálfur hefði ekki svona margt gott um Davíð að segja. Ég nýtti ekkert tækifæri til að skjóta á Sjálfstæðisflokkinn.