Hjálpi mér hvað þetta Flaming Lips lag er stolið. Ég hafði heyrt þetta lag áður en ég heyrði af málaferlunum og ég hélt að þetta væri eitthvað remix af Father and Son, það að þeir teldu þetta vera heiðarlegar lagasmíðar kom mér aldrei til hugar. En hvað um það.
Ég skrapp aðeins á All Music Guide til að lesa um Cat Stevens. Þar komst ég að því að hann hefur haft fjölmörg nöfn um ævina, ekki bara þau tvö sem ég vissi um. Hann fæddist Steven Demetre Georgiou, tók síðan upp nafnið Steve Adams áður en Cat Stevens varð til, nú heitir hann hins vegar Yusuf Islam og hefur eitthvað gefið út undir því nafni.
Barnaplatan A Is for Allah kom út árið 2001, lítið hefur heyrst af þeim frábæru lögum sem var þar að finna. Líklegt til vinsælda eru til að mynda titillagið A: Allah, B: Bismillah (sem er hugsanlega lengd útgáfa af kafla úr Bohemian Rhapsody), Q: Qur’an og náttúrulega hið seyðandi M: Muhammad Rasul-Allah.
Cat er fínn.