Ábending um ljósakaup

Eitt sem ég lærði af því að vinna í rafvöruverslun er að það er ekki gott að kaupa sér halógenljós. Í fyrsta lagi þá er hitinn af þessu oft leiðinlegur. Í öðru lagi getur verið hundleiðinlegt að redda sér perum í þetta, verður að vera með vöttin, voltin (yfirleitt 12v en með undantekningum), stærðina og jafnvel fleira alveg á hreinu. Í þriðja lagi getur spennibreytirinn farið, það kostar alltaf pening og getur skapað endalaust vesen.

Ef um er að ræða innfelld halógenljós sem eru algeng í innréttinum þá er reynsla mín sú að flest þessara ljósa eru algjört drasl. Síðan er hundleiðinlegt að fá sér ný þegar ljósin eyðileggjast (sem mun mjög líklega gerast).

Það verður helst að skipta um peru um leið og hún fer ef margar perur eru á einum spennubreyti því annars getur það gerst að spennirinn fari vegna þess að hann þarf að gefa út ákveðið lágmark af vöttum. Ef þú kaupir of sterka peru getur spennirinn farið, ef þú kaupir of veika peru getur spennirinn farið.

Það er vesen að láta dimmer á halógenljós, það þarf að vera sérstakur dýrari dimmer, jafnvel er séns að ekki sé hægt að láta dimmer á ljósið.

Halógenperur eru yfirleitt dýrari en sem nemur orkusparnaðinum.

230 volta halógenperur eru skárstar af þessum perum, þar er enginn spennubreytir en þær eru vissulega heitar. Þær eru líka dýrari en venjulegar.

Litlir halógenlampar eru allt í lagi, séraklega þar sem þeir hafa mjög einfaldar perur og yfirleitt vel merktir með hámarksvattatölu, spennubreytarnir geta verið leiðinlegir í þeim einsog öðrum og hitinn getur verið leiðinlegur.

Jamm, þetta er mín fyrsta ábending um rafmagnsmál, kannski ég hafi þær fleiri.

2 thoughts on “Ábending um ljósakaup”

  1. Takk fyrir þetta Óli!
    Ekki mun ég setja Halógen í hina mögnuðu ljósahillu sem ég mun smíða í náinni framtíð.

Lokað er á athugasemdir.