Rétt heiti á hlutunum

Þar sem það hafa verið svona glimrandi viðbrögð við halógenljósafærslunni þá mun ég halda þessum flokk áfram. Í dag verður fjallað um grundvallaratriði sem
þvælist mikið fyrir fólki, að kalla hlutunum réttu nafni.

  • Þetta sem kveikir og slekkur ljósin er rofi, til eru samrofar, krónurofar, þrýstirofar og svo framvegis en við förum ekki nánar út í það að sinni.
  • Ef rofi er á snúru þá kallast sá rofi snúrurofi.
  • Útúr rafmagnstækjum liggur snúra (ekki vír) og á endanum á henni er kló.
  • Þú lætur kló í samband við tengil (orðið innstunga er líka rétt), tenglar eru fastir í vegg eða á vegg.
  • Fjöltengi er látið þar sem þú vilt hafa mörg tæki í sambandi en hefur bara einn tengil, líklega ertu með fjöltengi hjá tölvunni þinni.
  • Framlengingarsnúra er þegar þú vil geta látið tæki í samband lengra frá tengli en snúran á tækinu leyfir, á endanum á framlengingarsnúru er hulsa, munurinn á framlengingarsnúru og fjöltengi er að það er bara hægt að láta eitt tæki í samband í framlengingarsnúru.
  • Munurinn á kapal og snúru er sá að það er harður vír í kaplinum en mjúkur í snúrunni.
  • Það sem þú skrúfar peru í heitir perustæði eða fatning.
  • Vír er það sem er inn í köplum og snúrum (mörgu fleiru reyndar, veggjum og rafmagnstækjum).

Þetta gæti litið út einsog ég sé tala niður til fólks en treystið mér þessi orð eru ekkert endilega í orðaforða fólks.  Ef þið hafið spurningar um heiti á rafmagnsdóteríi þá skulið þið endilega spyrja, einnig ef þið hafið tillögur um efni sem get tekið fyrir í framtíðinni.

6 thoughts on “Rétt heiti á hlutunum”

  1. Ásgeir, fólk kallar þetta tengla, eftir að hafa unnið í rafvörubúð þá veit ég það fyrir víst. Tengill er líka hiklaust besta orðið sem er í boði.

  2. Prufaðu síðan að skrifa orðið innstunga á leit.is og finndu þessar þrjár síður sem nota það orð. Prufaðu síðan orðið tengill og þá færðu upp fjöldan allan af síðum um rafmagnsmál sem nota það orð.

  3. Erfið orð einsog “Tilda” eða hvað?
    Fólk talar almennt ekki mikið um tengla, þeir sem tala mikið um þá nota orðið tengill.

  4. Það kallar engin heilvita maður innstungu tengil, það er nærri því jafn vitlaust og Reykvíkingar sem halda að læður heiti bleyður og dósir baukar

  5. Enda eru innstungur ekki efni sem fólk talar mikið um á netinu – “stingdu þessu í innstunguna” er setning sem hefur mun meiri tilgang utan tölvuheima. Hitt er annað mál að fagfólk í ýmsum greinum (bókmenntafr. vissulega meðtalin) á það til að slá um sig með fáránlegustu orðum um einföldustu hluti. Öll óskiljanlegu íslensku orðin yfir suma takka á lyklaborði eitt dæmi.

Lokað er á athugasemdir.