Gömul tækni eða gamall maður

Ég er að fara að skella Freddie Minningartónleikunum í videoið. Þegar fór að huga að því sá ég að það var ennþá óstillt síðan ég tók það úr sambandi þegar við fórum í Borgarfjörðinn fyrir þremur vikum. Er ég gamall? Á ég ekki að horfa meira á video? Ég hef lítið horft á sjónvarp í heillangan tíma. Á móti kemur að ég hef notað dvdspilarann slatta. Það gæti því verið að hér sé tæknin sem sé gömul en ekki maðurinn.

Ég á fjóra tíma af Minningartónleikunum á video en vantar síðusta hlutann, það er einmitt aðalparturinn af því sem er á Minningartónleika dvd-disknum þannig að ég á tónleikana í heild sinni.