Ég rölti niður í bæ í dag með Eygló í vinnuna (Borgarbókasafnið). Niður í bæ var of mikið af fólki sem þóttist vera skrýtið, uppáklætt í ljótum sundbúningum. Svona hlutir eru ekki skemmtilegir þegar of mikið er gert.
Ég skyldi við Eygló og fór í Kolaportið, kíkti á bækur, dvd og boli en fann ekkert almennilegt. Fór næst í Pennann Austurstræti og fann mér til yndisauka að Robert Rankin deildin hafði stækkað til muna. Því miður var bara ein ólesin bók þarna, það var fimma bókin í The Brentford Trilogy, Brentford Chainstore Massacre. Þegar ég var við kassann þá komu tveir rónar og spurðu hvort það fengjust gítarstrengir þarna, svo var ekki.
Eftir að hafa keypt bókina datt mér í hug að leggjast á Austurvöll og lesa, það gekk ekki en ég lagði mig í dáltinn tíma. Einhver róni var að spila á gítar með fimm strengjum sem fór eitthvað í taugarnar á sumum þarna, ekki mér, þetta voru engin óhljóð.
Ég rölti upp Laugaveginn og kom við á nokkrum stöðum, til dæmis bolabúðinni Dogma sem selur ekki boli á stórt og þybbið fólk (ég hef misst nógu mörg kíló til að kalla mig þybbinn).
Endaði á Hlemm og ákvað að taka strætó því mér var orðið helvíti heitt. Einn fastagestur á Hlemm spurði mig hvort ég vildi gefa róna hundrað kall sem ég gerði. Þegar ég var búinn að koma mér fyrir á viðeigandi stað fyrir utan Hlemm (þar var mynd af herforingja Íslands) til að ná strætó kom sami náungi og bað mig um hundrað kall. Ég sagði að ég þyrfti að eiga nóg í strætó, hann sagði að ég gæfi aldrei neinum neitt og ég sagði bara já við því.
Þegar ég kom heim var mér ofurheitt og fór því inn í herbergi þar sem vifta var í gangi. Þegar ég vaknaði var mér jafnheitt en herbergið var ískalt, þetta leysti ég með því að láta á mig tvær sængur (í stað þess að slökkva á viftunni). Þegar ég vaknaði næst var ég orðinn verulega steiktur en er að jafna mig loksins núna.
En þessir rónar (hvað sem maður kallar þá) fengu mig á þá skoðun að arfleið Ronald Reagan og Davíðs Oddssonar verður mjög svipuð.