Hraðahindrun og snúningur.
Það er verið að setja hraðahindrun og snúning fyrir framan Kolbeinsgötu 62. Þetta er mjög þarft þar sem hraðinn er alltof mikil á þessum kafla Kolbeinsgötunar. Eins leysir þetta íbúa Kolbeinsgötu 64 undan miklu fargi þar sem hann hefur barist við vindmyllur (bíla) þegar þeir hafa snúið við húsið hjá honum, hann ætti nú loksins að geta um frálst höfuð strokið, tekið kerruna aftan úr lödunni og jafnvel gæti hann málað plóginn.
Þessi frétt er af vefnum Vopnafjörður í máli og myndum.
Þessi frétt er mjög skondin, hún fjallar nefnilega að hluta um afa Eyglóar. Hann hefur sífellt verið að reyna að losna við eitthvað pakk sem notar planið hans sem hluta af Vopnafjarðarrúntinum, nú á hann sér loksins von.