Ekkert uppgjör

Synir Saddams eru dauðir og það er þannig séð ekki slæmt en maður tekur undir orð Salam Pax um að fyrir Íraka hefði verið betra að gera almennilega upp sakirnar við þá, þeir höfðu ýmislegt verra á samviskunni en áhuga á klámi.

Vonum að Saddam (nafnið er ótrúlega hentugt, næstum því Satan) sjálfur finnist bráðum og almennilegt uppgjör við hann geti farið fram. En verður hann ekki bara drepinn? Dauður eða lifandi þýðir nú oftar dauður. Hann gæti endað sem píslarvottur, verri dauður en lifandi. Einsog Salam talaði um þá eru sumir Írakar byrjaðir að sjá valdatími Saddams sem einhvern sælutíma.

Held samt að Saddam sjálfur sé ekki með nein raunveruleg völd núna, þeir sem eru núna að ráðast á hernámsliðið eru ekki hans menn, kannski fyrrverandi hermenn hans en ekki undir stjórn hans. Bara frekar óskipulagður skæruhernaður, eitthvað sem annars staðar hefði verið kallað að berjast fyrir frelsi. Bandaríkjamenn hafa náttúrulega einkarétt á frelsi þannig að það er ekki hægt að berjast fyrir frelsi og að vera á móti þeim. Líklega er samt eitthvað verra í framtíð Íraks. Vonum samt það besta.