Trúlausi danski presturinn fær að halda embætti sínu, þetta sýnir að dauði kristinnar kirkju er ekki langt undan. Það er löngu ljóst að fólk lítur ekkert á það sem nauðsyn að vera trúaður til að vera skráð í kirkju og núna þá er kominn prestur sem má vera trúlaus. Það er nefnilega ekki hægt að ætlast til þess að fólk sem hefur alist upp á upplýstum (nokkurn veginn allavega) tímum trúi þessu rugli. Til að trúa þessu þá þarftu að snúa baki við allri skynsemi, öllum framförum mannsins í árþúsundir.
Trúarbrögð voru eðlileg þegar þau voru notuð til að útskýra það sem var óskiljanlegt á sínum tíma. Það að halda áfram að segja “hókus pókus” þegar brellan er löngu ljós er algerlega út í hött. Það sýkja fleiri kynslóðir af svona vitleysu er ófyrirgefanlegt, trúarbrögð alla á fordómum og misskilningi. Það að ótal hópar á jörðinni halda að þeir hafi beina línu til guðs og að þeir séu að vinna verk guðs hefur skapað ótrúlegar þjáningar. Stjórn Bandaríkjanna væri ekki svona hættuleg ef þar væri ekki um ræða menn sem halda að þeir viti hver vilji guðs er. Hvað hefur kristin trú (eða fylgismenn hennar) mörg mannslíf á samviskunni?