Nú á Björn Bjarnason að úrskurða um það hvort Árni Johnsen megi fá frí úr fangelsi til að spila á Þjóðhátíð. Dómsmálaráðherra hlítur að teljast óhæfur í þessu máli, Árni Johnsen er gamall vinur hans, vinnufélagi og flokksfélagi, það væri út í hött að láta Björn úrskurða.
Þar sem ég er að minnast á þetta þá verð ég að nefna sömu ástæður fyrir því að ég tel að Björn hefði átt að segja af sér vegna máls Árna Johnsen. Vinur, vinnufélagi og flokksfélagi þáverandi Menntamálaráðherra brýtur stórlega af sér í starfi sem er unnið fyrir Menntamálaráðuneytið. Ef um væri að ræða eitthvað annað land, eitthvað land sem er öðruvísi en Ísland fyrir þær sakir að stjórnmálamenn þurfa að bera ábyrgð, þá hefði Björn þurft að segja af sér.