Fimm geitungabú

Það voru fimm geitungabú í „garðinum“ hjá mér, þau voru vonandi öll tekin í nótt. Reyndar voru geitungarnir ekki farnir að angra okkur en maður veit að í lok sumars þá verða þeir hættulegri, ég vildi til að mynda ekki þurfa að flytja búslóðina á meðan geitungarnir eru í fýlu.