Ég er búinn að redda mér fríi daginn sem Foo Fighters tónleikarnir verða, þarf í staðinn að vinna á laugardaginn en þó bara fyrir hádegi. Annars er ég byrjaður að hlakka afskaplega mikið til að sumarið klárist. Ég er búinn að reikna út að ég á eftir að vinna 23 daga, þar af tvo laugardaga sem eru bara hálfir dagar, átta dagar á kvöldvakt sem eru léttir dagar og 13 dagar venjuleg dagvakt sem er erfiðust. Get varla beðið.
Það fylgir náttúrulega að við flytjum líklega þegar ég hættur að vinna, við færumst hægt og rólega ofar á listanum.