Siggi sendi mér spurningalista og þar sem ég er ekki mikið fyrir að senda svona hluti áfram í tölvupósti þá svara ég bara hér. Ég þýddi listann.
Spurningalisti
- Hvenær vaknarðu á morgnanna?
Þessa daganna er það klukkan sjö en yfirleitt má giska á að það sé allavega klukkutíma áður en ég á að vera mættur eitthvað. - Ef þú gætir borðar hádegisverð með einni frægri manneskju, hver væri það?
Miðað við lifandi fólk, Roger Taylor – nei, Brian May – nei, Roger eða Brian? Veit ekki! - Gull eða Silfur?
Silfur er mun svalara sem skartgripur en ef þú ert bara að gefa köggla af stöffinu þá myndi ég velja gull. - Hver var síðasta mynd sem þú sást í bíó?
Sjöunda innsiglið. Annars hættur að fara í bíó, fokkings okrarar. - Eftirlætis sjónvarpsþáttur?
Simpsons, Friends eða That 70s Show. Miðað við þætti í núinu. - Hvað færðu þér í morgunverð?
Kakó og ristað brauð með smjöri og osti. - Geturðu snert nefið þitt með tungunni?
Nei, hef reynt mikið. - Hvað veitir þér innblástur?
Rithöfundar, tónlistarmenn og grínistar, verk þeirra semsagt. Áhugavert fólk úr daglega lífinu. - Hvað er miðnafnið þitt?
Gneisti, valdi það sjálfur - Strönd, borg eða sveit?
Borg, hiklaust held ég, einsog er. - Sumar eða vetur?
Vor og haust - Uppáhaldsís?
Þegar ég fæ mér ís þá er það lítill ís með súkkulaðidýfu og rice crispies, frá Kjörís. - Hvernig finnst þér best að hafa poppið þitt?
Vægt saltað, svoltið smjörbragð og í smáum skömmtum, yfirleitt. - Uppáhaldslitur?
Svartur og gulur - Uppáhaldsbíll?
Ég er ekki bílamaður en ef ég mætti velja hvaða bíl sem er þá myndi ég velja DeLorean (einsog í Back to the Future). - Samlokuálegg?
Ostur og hakk - Hvert fórstu síðast í frí?
Frí? Vopnafjarðar um síðustu jól? Langt síðan ég hef fengið alvöru frí. Fór til Borgarfjarðar í júní yfir helgi. - Hvaða eiginleika fyrirlýturðu?
Óeinlægni - Uppáhaldsblóm?
Sóleyjar - Ef þú myndir vinna í happadrætti, hve lengi myndirðu bíða með að segja fólki frá því?
Hugsanlega er ég svo glataður að ég myndi skrifa um það í dagbókina mína samstundis, annars myndi ég ekki segja neinum frá því nokkurn tíman. Ef einhver myndi spyrja mig hvernig ég hefði efni á öllu flotta dótinu sem ég væri að kaupa mér þá myndi ég segja að ég væri að selja dóp. - Kolsýrt eða venjulegt vatn?
Venjulegt, annars er ég ekki hrifinn af vatni. Vissuð þið að þvagleki er umtalsverður heilsuvandi hjá sænskum konum vegna þess að þær drekka of mikið vatn? - Hvernig er baðherbergið þitt á litinn?
Hvítir veggir og loft en brúnt gólf. - Hve margir lyklar eru á lyklakippunni þinni?
Bíll, íbúð, þvottahús, hjól, póstkassi og vinna. - Hvar myndirðu setjast í helgan stein?
Einhvers staðar þar sem ég get lesið bækur, horft á myndir/þætti og hlustað á tónlist. Helst nálægt Eygló sem mun hafa það hlutverk að sjá um gamla manninn. - Geturðu haldið mörgum boltum á lofti?
Ég geri sífellt heiðarlegar tilraunir til þess. - Eftirlætis vikudagur?
Laugardagur ef ég er ekki að vinna. - Rauðvín eða hvítvín?
Kók, Appelsín eða kakó. - Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdaginn þinn?
Fór í Góða Hirðinn og keypti mér plötur, fór síðan um kvöldið á American Style. - Ertu skráður líffæragjafi?
Nei.