Bóksalan

Komum við í Bóksölunni eftir að hafa undirritað leigusamning. Þar var svo stór haugur af bókum á tilboði að ég hefði getað eytt heilum ósköpum í kjarakaup. Ég eyddi ekki nema um 1300 kalli samt. Keypti þrjár bækur sem hafa það hlutverk að koma mér inn í heimsbókmenntir (aðallega til að ég fatti brandara byggða á tilvísunum í þær).

Heimsbókmenntirnar voru semsagt:
War and Peace
Crime and Punishment
Alice’s adventure in Wonderland & Through the Looking glass í einum pakka.

Tveir Rússar og einn Breti en allir svo góðir að skrifa á ensku svo ég geti skilið þá. Einsog það að Stalín virðist hafa komið með flestar bestu línurnar sínar á ensku, Rússarnir eiga þetta greinilega til. Hver bók kostaði 217 krónur.

Fjórða bókin fellur kannski undir heimsbókmenntir, allavega er þetta heimsþekkt sem er nákvæmlega það sama, ekki satt? Það er semsagt tilraun mín til að skoða Sherlock Holmes á nýjan leik á frummálinu, allar sögurnar með upphaflegu teikningunum. Kostaði reyndar heilar 721 kr.