Stefán skrifar góða grein um forsetakosningar í Bandaríkjunum með áherslu á gallaða frambjóðendur Demókrata og Ralph Nader. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar og Demókrata hafa notað svipuð rök til að koma í veg fyrir að fólk kjósi eftir samvisku sinni, að það sé betra að gera málamiðlanir heldur en að kjósa eftir sannfæringu sinni. Þar er bara stór hluti kjósenda VG/Nader sem myndu aldrei kjósa Samfylkinguna/Demókrata því í báðum tilfellum þyrftu kjósendur að teygja sig of langt til hægri. Ef tveggja flokka kerfi væri þröngvað upp á Íslendinga þá myndum við enda einsog Bandaríkjamenn og almenningur myndi bara sleppa því að kjósa.