Teiknimyndasögur – bara fyrir börn

Neil Gaiman segir frá undarlegu máli sem samtök sem hann er virkur í (Comic Book Legal Defense Fund) tapaði nýlega. Maður sem seldi fullorðnum lögreglumanni “adult” teiknmyndasögu úr “adult” deild teiknimyndasögubúðar var dæmdur fyrir það á þeirri forsendu að teiknimyndasögur væru bara fyrir börn og þar af leiðandi væri hann líklega að dreifa svona efni til barna (kæran var fyrir að selja “obscene” efni). Ekki var sýnt fram á að maðurinn væri að selja börnum svona efni, ekkert benti til þess en samt var hann dæmdur á þessari forsendu.