Ég þoli manninn ekki. “En hann er svo fyndinn og gerir lífið skemmtilegra” segja einhverjir. Vissulega eru þorpsfífl klassísk skemmtun en að maðurinn hafi völd er hættulegt. Var að hlusta á durginn í viðtali í dag og hann svaraði varla einni einustu spurningu, sneri útúr, fór að tala um hvernig heyskapurinn virkaði á heimili hans þegar hann fór ungur og svo framvegis. Flest sem hann sagði tengdist að vísu landbúnaði en það voru bara ekki svör við spurningunum.
Af hverju eru fréttamenn slíkir aumingjar að þeir þora ekki bara að endurtaka spurninguna og benda á að henni hafi ekki verið svarað? Íslenskir fréttamenn eru aumingjar.
Guðni Ágústsson er hirðfífl ríkisstjórnarinnar og hefur þann tilgang að draga athyglina frá vanhæfni hennar með fíflalátum og beljukossum. Sem minnir mig á að hann sagði að beljukoss sinn sýndi “gott hjartalag” sitt. Hann er ekkert feiminn við segja frá því að honum finnist hann vera með svona gott hjarta. Beljukossinn hans minnir mig frekar á þessa þætti einsog Fear Factor þar sem menn gera viðbjóðslega hluti fyrir verðlaun, hans verðlaun var fjölmiðlaathygli og að hann dró athyglina frá málum sem skipta máli.
Losum okkur við hirðfíflið.