Við skruppum alla leið til Árnýjar og Hjörvars og eyddum kvöldinu þar. Okkur var meiraðsegja boðið í kvöldmat að borða eitthvað sem ég kann ekki að stafsetja en var bara gott þrátt fyrir það. Spiluðum vist, ég og Árný tókum fyrstu spilin án fyrirhafnar en Hjörvar og Eygló tóku sig á og þetta hefur líklega verið nærri jafnt í lokin. Blái Hnötturinn týndist og það var mikið mál.
Tókum myndir.
Heimsókn til Árnýjar og Hjörvars 10. ágúst 2003
Una, aðeins stærri en þegar við hittum hana síðast. Hrefna hélt því fram að gráturinn í Unu hræddi hana. Una og Eygló hafa mikið að spjalla um. Hrefna er ekki tilbúin að sitja fyrir í fanginu á Óla frænda. Hrefna góð við Unu systur sína. Hjörvar að sveifla barninu aðeins um. Hrefna gerir sig tilbúna að kyssa alla góða nótt. Óli kyssir Hrefnu góða nótt (Eygló og ) Una Árný og Una Hjörvar, Una og Árný að spila. Hjörvar, Una og einhver hálfviti sem fær ekki næga athygli. Og þá kvöddum við þau sem voru vakandi.