Hárugi Pottagerðarmaðurinn

Ég er að lesa Harry Potter, þá nýjustu (kostur að vera með bókasafnsvörð á heimilinu). Ég er ekki kominn langt en Harry er pirrandi. Bókin lítur líka út fyrir að vera fáránlega löng, konan kann ekki að ritstýra sjálfri sér og enginn virðist þora sig að gera það fyrir hana.

Sandman bíður á meðan ég les HP (vill ekki vera of lengi með svona nýja bók). Sandman er að sjálfsögðu mörgum sinnum betri en HP. Maður les Harry Potter aðallega af því allir lesa hann.

Náttborðið mitt er ennþá bilað, hvað er að því?