Slátrun vísindamanna

Skil Ármann vel að hafa ekki verið spenntur fyrir því að fara á pallborðið. Ég fór nefnilega áðan (Ármann var ekki þar) og sá slátrun 5 vísindamanna fyrir framan áhorfendur sem þurftu ekki einu sinni að borga inn. „Hvers vegna er íslensk steinsteypa svona léleg?“ og „Hvað er stærsta grafa á Íslandi?“. Greyið fólkið var ekki að taka þessu vel, horfðu niður og sáu greinilega eftir því að hafa komið. Einn sá aðallega um að steypa einhvers konar svör í svo langan tíma að öllum var orðið sama að hann svaraði spurningunni í raun ekki ef hann bara myndi þagna.