Fékk áfall í gær þegar þegar vinnufélagi minn sem var búinn að samþykkja að vinna fyrir mig kvöldið sem Foo Fighters tónleikarnir eru sagði mér að hann væri að hætta til að gerast vörubílstjóri. Eftir að hafa elst við nokkra náunga þá fann ég einn sem var tilbúinn að vinna fyrir mig þannig að áfallið stóð ekki lengi. Úff.
Náði annars í gær dásamlegum árangri í að spjalla við vitlausan mann. Ætlaði að ýta á nafnið hans Nils á MSN-listanum mínum en rakst óvart á Palla þannig að ég sendi honum fullt af skilaboðum í þeirri trú að um Nils væri að ræða. Ég fattaði ekki að ég hefði farið mannavillt fyrren Palli kannaðist ekki við nafnið á kærustu Nils. Glæsilegt alveg.
Pökkuðum helling af stöffi í gær, íbúðin á eftir að vera í rugli í tæplega tvær vikur. Nær allar videospólur, þónokkuð af bókum og dvdmyndum eru komnar oní kassa en þó er heilmargt eftir. Maður veit aldrei hvað maður á mikið dót fyrren maður flytur.