Ef Eygló hefði beðið með að fara á klóstið þar til eftir að við færum heim þá hefði ég fundið fyrir honum. Svindl. Vorum annars hjá Hildi að reyna að lagfæra tölvuna hennar, þá hef ég hjálpað fjórum með tölvuvesen í dag. Hildur hringdi síðan í okkur á leiðinni heim og spurði hvort við hefðum fundið hann. Við gátum síðan staðfest fyrir Hildi að þetta hefði verið jarðskjálfti eftir að ég las færslu frá kvenlega bloggaranum. Palli fann líka fyrir honum, kom og spjallaði á MSN. Hefðbundnir fjölmiðlar bregðast en bloggheimar eru á vakt allan sólarhringinn.
En ég hef tvisvar fundið jarðskjálfta, á Akureyri. Ég man vel eftir öðru skiptinu þar sem ég lá í rúminu og allir smellurammarnir utan um „Viðurkenningu fyrir þátttöku“ skulfu. Ég fór og athugaði með köttinn minn en hann varð bara fúll yfir því að ég skyldi vekja hann.
Nú bíð ég eftir eftirskjálfta.