Fíflið hann Sigurður Kári

Þegar Sigurður Kári var kosinn á þing þá fannst mér það að vissu leyti slæmt af því hann verður hræðilegur Alþingismaður en einnig fannst mér það gott af því ég vissi að hann myndi nýta hvert tækifæri til að gera sig að fífli. Hann hefur ekki ennþá náð að gera neitt á þingi en samt búinn að niðurlægja sjálfan sig. Það var einstaklega gaman þegar hann sleppti því að borga hýsinguna á heimasíðu sinni þannig að hýsingaraðilinn tók síðuna niður og lét í staðinn „eigandi þessarar síðu hefur ekki borgar reikninginn sinn“. Alvarlegra er náttúrulega að hann ók fullur. Það ætti náttúrulega að spyrja náungann hvort hann hafi ekið fullur áður. Ekki myndi ég trúa honum ef hann neitaði því. Eru menn almennt teknir í hvert einasta skipti sem þeir aka fullir? Er það ekki frekar að þeir séu teknir þegar eitthvað átak er í gangi?