Eyðublaðavesen

Við Eygló höfum staðið í eyðublaðaveseni. Í morgun fórum við á Skattstofuna, þaðan á Þjóðskrá, síðan til Sýslumanns, heim og síðan aftur á Þjóðskrá. Við vorum búin að redda okkur vottorði um skólavist í gær en eigum eftir að koma öllu þessu drasli í póst til Vopnafjarðar seinna í dag. Svona þvælingur er alveg óþolandi, get ekki ímyndað mér hvernig þetta væri ef maður væri ekki á bíl.

One thought on “Eyðublaðavesen”

  1. Ég þarf ekki að ímynda mér neitt um það, been there, done that. Prófaðu til dæmis að skrá þig í skóla erlendis, til dæmis í fæðingarlandi Kafka – eitt af fáu sem slær það út að sækja um húsaleigubætur – og allt á tveim jafnfljótum vissulega

Lokað er á athugasemdir.