Fyrir hvað er Sæmi Rokk frægur?

Ég held að hann sé aðallega frægur fyrir að vera lífvörður skáksnillingsins fyrrverandi, paranoiupsychopath núverandi, en hann var frægur fyrir eitthvað áður. Einhvern veginn fékk hann gælunafnið “Rokk”. Ég hélt að hann hefði kannski sungið eitthvað eða verið í einhverri hljómsveit. Reyndar ekki. Ég fékk svar rétt áðan þegar ég var að horfa á Fólk með Sirrý (eða Eygló að horfa á Fólk með Sirrý (eða Eygló með kveikt á Fólk með Sirrý meðan hún talar við mömmu sína)).

Sæmi Rokk er frægur fyrir að dansa, mér finnst það ekki neitt sérstaklega mikið rokk.

6 thoughts on “Fyrir hvað er Sæmi Rokk frægur?”

  1. Aðal dansarinn í gamla daga.

    Snilld í Með allt á hreinu þar sem hann er Oliver Twist og segir „ég tvista til að gleyma”
    Klassí!
    Þessi maður er svo miki steik. Hitti hann á Costa del Sol fyrir 2 árum þar sem hann á íbúð og hann var hress.

  2. Ekki rokk að dansa?!
    EKKI ROKK AÐ DANSA?!!!
    Og ég sem hélt að þú hefðir séð Fúttlús!!!!!
    (Jújú eins og alþjóð ætti að vita þá er Sæmundur í hópi með helstu sjálfstæðishetjum þjóðarinnar eftir að hann dansaði íslensku þjóðina út úr einokunarversluninni og móðuharðindunum á litlu bretti)

  3. Ertu sem sagt að reyna að tjá okkur það að þú hafir verið að horfa á Fólk með Sirrý? Þetta heitir minnir mig tilfærsla í sálfræðinni … 😉

  4. Ég held samt að Sæmi Rokk eigi frægðina fremur skilið en flestir þeir sem eru frægir á Íslandi.

    Hann þarf t.d. ekki að eiga vini inni á fjölmiðlunum sem birta reglulegar “fréttir” af því hvað hann Sæmi sé að gera þessa dagana.

    Svo þurfum við Íslendingar líka að eiga frægan lífvörð. Einhvern tíma verður hægt að gera bíómynd um Sæma, helst með Clint Eastwood í aðalhlutverki.

Lokað er á athugasemdir.