Hinir og þessir bloggarar hinta um löngun sína til að vinna verðlaun. Mér líður einsog Guði, ég er bara ekki til, nær allar ákvarðanir hafa verið teknar og því er ekki hægt að hafa áhrif á val mitt. Nema að ég fari að dreifa verðlaunum fyrir peninga: “Búðu til flokk sem þú getur unnið í fyrir aðeins 2999 kr!” eða ekki. Ég verðlegg mig of lágt. Gæti líka tekið upp á því að dreifa verðlaunum til allra þeirra sem mér líkar við. Ég get sagt það fyrir víst að ég mun ekki veit kærustunni nein verðlaun (nema þá verðlaun fyrir að hafa núna loksins drattast til að skrifa eitthvað eftir marga vikna aumingjablogg).
Ég hef náttúrulega verið að spá í hverjir skyldu hljóta verðlaun í tæpt ár, reynt að taka eftir hlutum og punktað hjá mér. Punktarnir mínir fórust reyndar í dauða harða disksins þannig að ég treysti á minnið. Datt reyndar í hug að bæta einhverju við meðan ég var í vinnunni í dag en það er dottið úr mér. Reyni að muna það.
Enginn hefur ennþá tekið sig til og giskað á sigurvegarana, þessi áskorun til lesenda minna stendur ennþá.