Heyrði sögu um neyðarlínuna núna nýlega. Stelpa heyrir kvenmannsöskur á hæðinni fyrir neðan sig, hún fer þangað og bankar. Karlmaður kemur til dyra og heldur því fram að þetta hljóti að hafa verið í sjónvarpinu. Stelpan hringir til Neyðarlínuna og þar er henni sagt að þetta verði skráð og ef þetta gerist aftur þá verði einhver sendur á staðinn. Er þetta svona kvóti á heimilisofbeldi? Einu sinni er í lagi en tvisvar hugsanlega of mikið? Helvítis rugl. Reyndar skilst mér að þetta fólk hafi verið nýflutt inn í þetta hús þannig að þetta gæti vel verið að oft hafi verið hringt í lögreglu út af svona málum hjá þessum manni en það sé skráð á annað heimilisfang.