Bæjarferð

Þegar ég var í Flokkun í dag ákvað ég að skrópa í Aðferðafræði í dag því það er bara tölfræði sem ég er góður í og nota tíman í eitthvað uppbyggilegra. Fór heim og kyssti konuna sem skrópar ekki, lagði því næst af stað. Ég tók með mér myndavélina og byrjaði á því að taka mynd af versta hringtorgi landsins sem er í götunni minni. Tók líka myndir af fánum sem ég vissi ekki af hverju væru þarna en náði að vísu að giska á rétt svar. Sjálfur myndi ég ekki flagga nema kannski þegar 10/11 kemur á hornið, það verður notalegt.

Næst ætlaði ég að taka mynd af tjörninni við körfuboltavöllinn hans Kára en sá þá að það er búið að girða fyrir þannig að það er minni hætta á að boltinn fari út í.

Rölti niður í bæ með það að markmiði að fara meðal annars í þessar búðir sem Eygló finnst illa lyktandi, byrjaði einmitt á Videosafnaranum en þar var lokað af einhverjum ástæðum. Hélt áfram og kíkti í bókabúð, plötubúð og bolabúð sem hlítur að hafa sérpantað þessa boli sem þeir gáfu Dr. Gunna því ég finn aldrei neitt almennilegt þar. Fór næst í hina illa lyktandi búðina sem er Safnarabúðin Frakkastíg en fann ekkert þar. Skipulagið í þessari búð er góð útskýring fyrir því hvers vegna engin stétt er mikilvægari en bókasafnsfræðingar (ef maður myndi þar að segja flytja skipulagið úr þessari búð yfir á bókasafn).

Næst var það 2001 á Hverfisgötunni og þar sá ég Gremlins Special Edition. Fór næst í Diskabúð Valda sem var lokuð til 29/9 sem er bömmer. Fór þá í Bónus og keypti það sem ég vissi að hefði gleymst í gær. Fór síðan aftur í 2001 af því ég hef enga sjálfstjórn og keypti Gremlins, sumar myndir verður maður að eiga.

Fór síðan heim og tók myndir á leiðinni.

ENDIR