Gremlins í kvöld

Siggi kemur í kvöld, fær skúffuköku og horfir síðan á dvd. Myndin sem hefur orðið fyrir valinu er snilldarmyndin Gremlins frá árinu 1984 sem keypt var í gær. Ég hef örugglega verið svona sex ára þegar ég sá Gremlins fyrst og ég elska þessa mynd. Einhvers staðar ætti ég ennþá að eiga veggspjald með mynd af Stripe sem var einsog allir vita aðal vondi kallinn. Ég átti líka lítinn Gizmo bangsa sem hefur glatast í þeim einhverjum af þeim mörgu flutningum sem ég þurft að standa í.