Í fyrsta lagi er það Árni Snævarr sem fær að kynnast reiði minni eða þannig. Ef ég man rétt þá var það Fimmta Sinfonía Beethovens en ekki sú Níunda sem var upphaflega tileinkuð Napóleon. Sú Níunda er líka svo jollí og með fallegan boðskap að hún gæti ekki verið tileinkuð Napóleon.
Í öðrum lagi er það meiðyrðamálaumfjöllunin þar sem rasistinn er látinn tjá sig. Hvað er málið með það að tala við þann durg? DV byrjaði á því að draga hann til svo þeir gætu búið til frétt og notuðu hann til þess að búa til einhvern málfrelsisstimpill á sig, þeir hunsuðu þá staðreynd að málfrelsi getur aldrei varið lygar. Náunginn var í grundvallaratriðum dæmdur fyrir lygar og það virðist aldrei vera nefnt í þessu sambandi. Greining hans á íbúum Afríku byggir á gervivísindum rasista sem þeir nota til að upphefja hvíta manninn. Sumir virðast halda/halda fram að hann hafi aðallega verið dæmdur fyrir að nota orðið negri.
Í þriðja lagi er það Snorri leiðindapési, hann er ekki fyndinn, hann gengur um í ljótum fötum og það er ekki nóg. Einsog Bloggari Dauðans þá vill ég húmorframboð með húmor (eða samfélagsádeilu). Nú kemur kannski ádeilan:En þú hefur farið í grínframboð og einnig hefur þú hefur komið í fjölmiðlum á þess að hafa afrekað mikið. En málið er að í grínframboðinu mínu var boðskapur (og mér persónulega finnst ég vera fyndnari en Snorri) og það var einnig húmor og ádeila í því sem ég gerði til að komast í Fréttablaðið í gær.
Í fjórða lagi er það fréttin um Malcolm in the Middle og talsetninguna. Þegar ég las þetta hjá Ármanni þá hélt ég að þetta væri bara brandari. Kommon! Viljum við að sjónvarpsefni á Íslandi verði einsog teiknimyndir þar sem allir tala með sömu röddunum? Ég efast um að nokkur skynsamur maður vilji það.