Fallegir tímar eftir fimmtánda október

Þann fimmtánda október er síðasti tíminn í Vinnulag fyrir Bókasafns- og Upplýsingafræðinema og í kjölfarið detta niður 9 tímar. Ég tók mig til í dag og bjó til stundaskrá sem sýnir hvernig tímarnir verða eftir fimmtánda og það er falleg stundaskrá. Föstudagurinn verður til að mynda alveg auður.

Síðan kom líka í dag óvæntur bónus þegar verkefnunum í Vinnulagi var frestað framyfir svokallaða verkefnaviku. Verkefnavika á að vera til þess nemendur geti klárað verkefni en skipulagið virðist gefa til kynna að kennarar vilji nota verkefnaviku til þess að fara yfir verkefnin, skiladagarnir eru semsagt margir rétt áður en verkefnavika hefst. Glæsilegt.