Oreo Speedwagon

Var að horfa á Skjáeinn í kvöld og þá var minnst á þetta hljómsveit í íslenskum texta, Oreo Speedwagon. Held að þýðandinn ætti ekki að vera troða einhverjum kexkökum í þýðingarnar sínar.

Í kvöld var fyrsti þátturinn af Malcolm sem talar íslensku, Steinn Ármann passar ekki í hlutverk pabbans, ég lét annars vera að horfa á þetta til að dæma algerlega um hve illa þetta tókst. Þetta er svoltið sorglegt af því ég var alveg að plana að prufa að horfa á almennilega á þessa þætti þar sem sýna átti þá frá upphafi, hafði í raun misst eiginlega alveg af þeim.

Ekki séns að ég horfi á þetta með íslensku tali. Ætli þetta endi ekki þannig að það annar hver krakki í þættinum tali með sömu röddinni? Þetta er þvílíkt rugl.

3 thoughts on “Oreo Speedwagon”

  1. Já það var illa vegið að REO speedwagon þarna.

    En mér og mínum fannst alveg þolanlegt að horfa á malcolm í gær. það eru mismundandi leikarar fyrir allar persónurnar, líka aukapersónurnar.

    Svo eru þetta ekki þættir úr fyrstu seríunni, held að þeir verði áfram syndir með ensku tali.

  2. Oreo Speedwagon.

    Það er fyndið.

    Einhver ætti að stofna tribútt-hljómsveit með þessu nafni.

    Annars neyddi ég mig til að tékka á nokkrum mínútum af þessari talsetningu í gærkveldi og var lítt impóneraður.

Lokað er á athugasemdir.