Áðan var örvæntingarfull leit að einhverjum til að koma í badminton með mér Eygló og Heiðu þar sem Eva er frá. Ég byrjaði á Hafdísi og Mumma en þau töldu sig ekki hafa klæðnað til þess, næst töluðuum við Svenna og Hrönn sem voru að fara á Njáluslóðir, Hjörvar var á kóræfingu (í fjóra klukkutíma, hvað er málið með það?) og Árný þá vissulega upptekin af barnapössun á meðan, Nils ætlaði að vera heima að undirbúa matarboð, Palli var á ruslahaugunum (viss um að ég væri að stara á hann úr fjarlægð) og taldi badminton fara illa saman við æfingaprógramm sitt og lærdóm en hann stakk upp á Sverri Jakobssyni sem var ekki við símann þegar ég hringdi en að lokum þá sagði Hallgrímur já.
Sverrir Jakobsson hringdi síðan aftur til að sjá hver hefði hringt og ég fyllti hann af paranoiu með því að þykjast ekki hafa hringt í hann, hann þekkir náttúrulega ekki númerið. Ég sagði honum að hann gæti lesið um þetta á netinu.
Ægilega lifa allir spennandi lífi.