Gettu Betur spilið endurbætt

Við Eygló spiluðum Gettu Betur spilið við Hafdísi, Mumma og Helga bróður hans í gær. Í stað þess að spila það einsog reglurnar segja til um og hafa einn fastan spyril þá stakk ég upp á því að það væri alltaf sá sem væri hægra megin við þann sem var að gera sem ætti að spyrja. Þetta gerði spilið töluvert skemmtilegra en það hefur verið til þess.

Þetta minnti mig á annað: Hvers vegna fær Ármann sérstakar þakkir í bæklingnum með Séð og Heyrt spilinu? Ég vill fá svar!