Formúla til að grennast

Ég held ég sé kominn með formúla til að léttast.

Ef ég hreyfi mig 0 þá þyngist ég.

Ef ég hreyfi mig X þá stend ég í stað.

Ef ég hreyfi mig X+X þá léttist ég, það bættist sífellt meira við seinni liðinn í þessu eftir því sem ég léttist meira þannig að þessi hluti formúlunnar er ekki langlífur. Réttara væri að segja að ég léttist ef ég hreyfi mig X+Y en Y = X í bili.

Ef allt sem planað er að gera á næstunni gengur upp þá hreyfi ég mig X+X+X og ætti því að geta lést.

Ég var semsagt í badminton og fékk reyndar annað símtal frá Sverri þegar hann kom heim til sín (því ég böggaði hann bæði í heimasíma og farsíma). Þetta var Hallgrímur, Heiða, Eygló og Óli sem fóru. Heiða var ekki í stuði og Hallgrímur var bara nokkuð góður. Það var gott að hafa Hallgrím því við tókum nokkra aukaleiki meðan þær voru ekki í stuði. Planið er að hópurinn verði samt aftur um næstu helgi Eva, Heiða, Eygló og Óli + Hildur ef hún vill taka þátt í þessu (við erum búin að bjóða henni).

Heiða bauð mér að koma að spila innanhúsfótbolta ef þær systur ná í nógu stóran hóp og ég ákvað að það væri bara ágæt hugmynd, ef það gengur ekki upp þá er spurning með að taka annan badmintontíma í miðri viku.

Ég stefni síðan á það að fara í sund og synda einu sinni í viku. Einnig er planið að fara út af ganga eða skokka 1-2 í viku.

Ég ætla að vera fokkins duglegur og léttast.