100 atriði um mig

Ég hef ákveðið að feta í fótspor allra sem hafa gert svona 100 atriða lista um sjálf sig og skelli honum hér með inn.

  1. Ég er fæddur 4. febrúar 1979 á Akureyri.
  2. Kærastan mín heitir Eygló Traustadóttir, við höfum verið saman í um fjögur
    og hálft ár.
  3. Við kynntumst á ircinu.
  4. Þetta er annað skiptið sem ég hef verið í alvarlegu sambandi, annað
    skiptið sem ég hef verið í sambúð.
  5. Mamma mín dó þegar ég var fimm ára.
  6. Ég á tvær systur, þær heita Anna Steinunn (fædd 1969 og býr í Svíþjóð) og Hafdís Inga (fædd 1973
    og býr á Akureyri).
  7. Hafdís á eina dóttur sem heitir Sóley Anna.
  8. Ég valdi mér nafnið Gneisti af því að mér finnst það flott, ég notaði það
    áður á persónu sem ég var með í hlutverkaleiknum Ask Yggdrasil.
  9. Uppáhaldsrithöfundar mínir í gegnum tíðina hafa verið (í tímaröð): Enid
    Blython, Agatha Christie, Stephen King, Terry Pratchett, Robert Rankin.
  10. Ég er ákaflega veikur fyrir Bill Murray, Steve Martin og Woody Allen.
  11. Ég horfði einu sinni á 14 Steve Martin myndir í röð.
  12. Hugsanlega er 12 monkeys uppáhaldsmyndin mín.
  13. Ég horfði mikið á video og sjónvarp í æsku minni.
  14. Uppáhaldshljómsveitin mín er Queen, það jafnast ekkert á við að hlusta á
    þessa snilld.  Ein aðalástæðan fyrir því að dýrka Queen er húmorinn
    þeirra sem margir hata.
  15. Mér finnst húmor vera mjög mikilvægt atriði.
  16. Ég er líka hrifinn af: Duran Duran, NýDönsk, Bítlunum, Rammstein og ótal
    fleiri tónlistarmönnum og hljómsveitum.
  17. Ég kann ekki að syngja.
  18. Mér finnst leiðinlegt að ég hafi aldrei lært á hljóðfæri.
  19. Ég get tárast af því að hlusta á tónlist.
  20. Ég æfði aldrei neinar íþróttir í æsku.
  21. Ég hef gaman af körfubolta og badminton.
  22. Ég þoli ekki að vera seinn og ég þoli ekki þegar aðrir eru seinir.
  23. Mér finnst gaman að vita meira en aðrir, að geta komið með gagnslausa
    fróðleikspunkta.
  24. Ég er langt fyrir neðan meðaltal Íslendinga í fjölda bólfélaga.
  25. Ég er hrifinn af svörtu og einu sinni gekk ég bara í svörtum fötum.
  26. Ég er líka hrifinn af gulu en geng eiginlega aldrei gulum fötum.
  27. Þegar ég var 16 ára þá endaði rúta sem ég var í næstum oní Hvalfirðinum,
    ég var skíthræddur og var alls ekki svalur.
  28. Þegar ég var í Gagganum þá rann ég í snjó beint fyrir framan jeppa og
    hefði lent undir honum ef ég hefði ekki náð að spyrna mér í dekkið og í burtu.
  29. Ég er með ör á hnéinu frá því ég var átta ára, ég datt einhvern veginn
    asnalega, það þurfti að sauma fimmtán spor.
  30. Ég er algerlega trúlaus og ég held að trú sé að mörgu leyti afar slæm
    fyrir fólk, ég er samt hlynntur trúfrelsi.
  31. Ég hef samt verið aktívur í Kaþólsku kirkjunni, verið skráður í
    Þjóðkirkjuna (skírður/fermdur) og þar að auki skráð mig í Molann og Djúpið.
  32. Ég er skipulagður, óskipulagður, sóði, hreinlætisfrík, latur, duglegur,
    góður, vondur, grimmur, indæll, nískur, örlátur og margt annað sem ætti ekki
    að rýmast inn í sama einstaklingnum.
  33. Ég hef aldrei verið góður námsmaður.
  34. Ég er í Bókasafns- og Upplýsingafræði og hef gaman af því.  Ég ætla
    að taka Fjölmiðlafræði sem aukagrein. Ég ætlaði alltaf í Sagnfræði eða
    Heimspeki en fattaði að ég gæti aldrei endað þar sem mig langar að enda í
    lífinu ef ég gerði það.
  35. Ég gæti aldrei orðið fræðimaður, held ég.
  36. Ég held að ég sé góður penni.
  37. Ég hef ekki gaman af bílum, hef ekki gaman af því að keyra. Ég þoli ekki
    jeppa.
  38. Þegar ég var í fyrsta bekk í M.A. þá var ég dáltið hrifinn af
    Særúnu sem þá var í öðrum bekk
    (öðru ári).
  39. Never wanted to be the boy next door
    Always thought I’d be something more
    But it ain’t easy for a small town boy
    It ain’t easy at all
    Thinkin’ it right and doin’ it wrong
    It’s easier from an arm chair
  40. Ég reyni sífellt og endalaust að koma með hnyttnar móðganir við vini mína
    og kunningja, ef ég móðga þig þannig án þess að þú hafir nokkuð gert til að
    verðskulda það þá líkar mér líklega vel við þig.
  41. Ég þoli ekki óeinlægt fólk, ég þoli ekki gervilegt fólk.
  42. Ég er tilgangur lífsins út af afmælisdeginum.
  43. Ég fæ ótal hugmyndir sem aldrei verða að veruleika.
  44. Ég hef í átta ár verið að vinna af og til að hugleikjaheimi/kerfi. 
    Ég veit ekki hvort það verður nokkurn tíman tilbúið.
  45. Ég er vinstri maður, ég var einu sinni Framsóknarmaður en ég var ungur þá
    (er reyndar ungur ennþá) og að vissu leyti er þetta uppeldisatriði, KEA og
    Framsóknarflokkurinn.
  46. Ég er of þungur en ég hef grennst mikið og ætla að grennast meira.
  47. Ég þoli ekki rasista.
  48. Ég hef komið fram dansandi við ABBA lag.
  49. Ég var með útvarpsþátt í smátíma í skólaútvarpi MA.
  50. Ég kom einu sinni á Rás 2 að tala um Queen og hafði gaman af því.
  51. Það kom grein um Vefverðlaunin mín í Fréttablaðinu, heilsíða, ég var afar
    ánægður með það.
  52. Þegar ég var svona 11 ára kom mynd af mér og Starra frænda á fjórhjóli í
    Mogganum.
  53. Eftir Falun Gong mótmælin á 17. júní í fyrra þá sást ég í sjónvarpinu
    nokkra daga í röð.
  54. Ég næstum 23 ára þegar ég fór í fyrsta (og til þess eina) skiptið til
    útlanda.  Við Eygló unnum utanlandsferð og fórum til Danmerkur og
    Svíþjóðar til að hitta systur mína.
  55. Ég drekk ekki.
  56. Ég reyki ekki.
  57. Ég hef aldrei notað nein ólögleg fíkniefni.
  58. Ég á það til að vera ósmekklegur og dónalegur.
  59. Ég lamdi Trigger einu sinni með
    blaði og ég held að hann hafi aldrei fyrirgefið mér (enda afskaplega bjánalegt
    að berja fólk með pappír).
  60. Þegar ég var í MA bauð ég mig fram í níu embætti í sömu kosningunum.
  61. Þegar ég var í MA var ég formaður Hugleikjaáhugafélags MA.
  62. Ég neita að kalla sjálfan mig bloggara af því
    Ásgeiri finnst það pirrandi.
  63. Ég á afar indæla minningu um það að sitja ofan á skrifborðinu mínu svona
    14-15 ára gamall með ferðatækið mitt aftan við höfuðið hlustandi á The
    Prophet´s Song
    með Queen afar hátt stillt.
  64. Mér líkar ekkert sérstaklega vel við Akureyri.
  65. Ostarnir þar eru samt mikið betri en hér.
  66. Ég er vissulega svoltið brenglaður einstaklingur en miðað við allt þá tel
    ég sjálfan mig afar heilbrigðan.
  67. Í forstofunni hjá mér er pinni sem er mynd af brotnum spegli sem er tákn
    Malkavian vampíranna, þetta kemur í beinu framhaldi af síðasta atriði.
  68. Ég drakk einu sinni ótrúlega mikið af kóki.
  69. Ég er matvandur.
  70. Ég hef gaman af ættfræði.
  71. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn er That 70s Show.
  72. Mér finnst að fólk ætti að bera fram té, ká og pé.
  73. Ég hef unnið sem aðstoðarhúsvörður, byggingarverkamaður (oftar en einu
    sinni), uppvaskari, dyravörður (eitt kvöld), afgreiðslumaður (oftar en einu
    sinni), lagarstarfsmaður (oftar en einu sinni) og í grænmetisdeild kjörbúðar
    (entist þrjár vikur).
  74. Mér mistókst að vinna á sambýli og í kjötiðnarstöð, hvorugt þessara starfa
    áttu við mig (entist minna en einn dag).
  75. Ég útskrifaðist af félagsfræðibraut.
  76. Ég á Nokia 5110 farsíma sem ég hef átt í fjögur og hálft ár.
  77. Ég er aldrei í tísku, ég er aldrei svalur.
  78. Ég hef ekki látið á mig bindi í mörg ár og ætla aldrei nokkurn tíman að
    gera það aftur.
  79. Mér líður best í bol og gallabuxum á almannafæri en í víðum íþróttabuxum
    og bol heima við.
  80. Mér þykir vænt um Svarfaðardal vegna þess hvernig afi talaði um hann og
    vegna þess hvernig hann er.
  81. Ég vann eitt sumar í Borgarnesi.
  82. Ég fékk einu sinni tvær sektir fyrir hraðakstur á rúmlega mánuði, ég hafði
    aldrei fengið sekt áður og aldrei eftir það.
  83. Ég var einu sinni skráður fyrir skemmtanaleyfi á sveitaballi í Vopnafirði
    sem kallaðist Hofsball, 200.000 naglbítar spiluðu.
  84. Ég hef gaman af því að baka og elda.
  85. Ég er illa upp alinn.
  86. Mig langar í Queenbol.
  87. Ég hef gaman af því að spila, bæði borðspil og svona spilspil.
  88. Afi kenndi mér að tefla þegar ég var fimm ára og mér fannst ekkert verra
    en þegar ég var orðinn svo góður að ég vann hann alltaf.
  89. Mér þótti ákaflega vænt um þennan svarfdælska afa minn sem dó í fyrra þó
    hann gæti gert mig alveg geðbilaðan á köflum.
  90. Ég held að ég hafi andlega gott af því að skrifa í dagbókina mína á
    netinu, fæ útrás.  Ég myndi ekki nenna því ef ég væri ekki stundum
    persónulegur í skrifum mínum.
  91. Ég bjó mér fyrst til heimasíðu árið 1997.
  92. Ég fór fyrst á netið 1995.
  93. Ég hefði viljað útskrifast úr MA.
  94. Á einu ári keypti ég alla Queen diska sem hægt var að fá.
  95. Mér leiðist garðstörf.
  96. Ég hef gaman að því að gera við hluti, setja saman hluti og fikta.
  97. Ég veit töluvert um perur og á það til að skoða perur þar sem ég fer.
  98. Ég skoða líka hvernig rafmagnsefni fólk hefur heima hjá sér.
  99. Ég held að "án tónlistar væri lífið mistök".
  100. Ég tók út of persónuleg atriði.