Að læra um Netið

Ég er í kúrs sem heitir Internet for Library and Information Science og hann er kenndur af prófessornum í Bókasafns- og Upplýsingafræði, Anne Clyde. Alltaf gaman í tímum hjá henni, það er bara einn fyrirlestrartími á viku og hún teygir hann alltaf í svona 10 mínútur fram yfir. Það er merkilega margt sem hún er að kenna okkur sem ég vissi ekki. Í næstu viku er það rss og blogg.