Vandræðaljós á Stúdentagörðum

Það sprakk pera í ljósinu í svefnherberginu, það ætti ekki að vera vandamál en það er einmitt vandamál. Þegar við fluttum inn þá voru tveir perur ónýtar í eldhúsinu, það hefði ekki átt að vera vandamál en það var vandamá. Einhver frá Stúdentagörðum skipti um perur þegar var verið athuga önnur mál í íbúðinni á meðan ég var ekki við. Ég vann í ljósabúð, ég er frábær í að fikta en ég hef ekki hugmynd um hvernig maður opnar þetta helvítis ljós til að skipta um peru.

Ef einhver lesandi minn hefur lent í þessu vandamáli og leyst það þá má hinn sami skrifa leiðbeiningar í athugasemdakerfinu mínu.

3 thoughts on “Vandræðaljós á Stúdentagörðum”

  1. Bara ef það væri svo auðvelt.

    Ég held að maður þurfi ekkert að skrúfa en ég er ekki viss, er búinn að reyna að snúa, toga, þvinga og allt annað sem mér dettur í hug. Kannski að ég taki ekki nógu harkalegu á þessu vegna að ég er hræddur um að brjóta það.

  2. Ég notaði bara hníf og stakk meðfram hvíta kúplinum og þvingaði þetta smá.

    Er þetta ekki örugglega svona hringlaga, hvítur kúpull úr einhvers konar plastefni?

Lokað er á athugasemdir.