Ekki enn laus við þá heyrnarlausu

Reyndar ekkert sérstaklega neikvætt við þá heyrnarlausu en þessi hópur er orðinn þema hjá mér í náminu. Nýbúinn að skrifa ritgerð um Upplýsingamiðlun til heyrnarlausra og er núna að fara að meta heimasíður fyrir/um heyrnarlausa/heyrnarleysi. Þegar því verkefni er lokið þá nota ég þær heimasíður sem ég tók þarna fyrir og nota á heimasíðu sem er lokaverkefnið í Internetkúrsinum. Eftir allt þetta ætti ég að vera orðinn fróður um málefni heyrnarlausra.