Steikti-Björn á vaktinni

Björn Bjarnason hefur ægilegar áhyggjur af því að sýkla-, efna- eða geislavopn verði notuð hér á landi og hefur skipað einhvers konar starfshóp til þess að skoða málið. Ég hef oft áður bent á að flest sem á sér stað í höfðinu á Birni er frekar steikt og þetta sýnir það enn og aftur.

Ef hryðjuverkamenn ætla að nota svona vopn þá er mitt gisk að þeir geri það í einhverri stórborg, kannski að Björn sé einsog margir Reykvíkingar haldinn þeirri ranghugmynd að Reykjavík geti talist stórborg en ég sé ekki fyrir mér að hryðjuverkamenn haldi það. Hryðjuverkasamtök sem hafa eytt tíma og peningum í að redda sér einhverjum svona vopnum fara ekki að sóa þeim á Íslendinga, það er bara ekki séns.

Ég hef annars einfalda áætlun um að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn hugsi einu sinni um Ísland (komi í veg fyrir að þeir þurfi að fletta upp í bók hve margir búa í Reykjavík áður en þeir gleyma okkur aftur) og það er að hætta að styðja þá ranglátu málstaði sem í raun búa til hryðjuverkamenn.