Eftir landsráðstefnu SHA þá fór ég með Eygló, Hildi og Evu í badminton. Þar sem Heiða var ekki á staðnum þá var ég bestur þó Eva hafi vissulega verið nálægt mér. Ég gerði samt afskaplega mikið af mistökum sem flest snerust um það að ég ofmat hraða fokkunnar þegar hún var að koma til mín þegar ég ætlaði rétt að pota henni yfir netið. Þetta var samt mun jafnara en yfirleitt og að vissu leyti skemmtilegra. Samt þá sakna ég þess að hafa Heiðu með, það er gott að hafa einhvern sem er mun betri því þá hvetur það mann áfram.
Eftir badmintonið þá var komið að því að vaska upp vanrækt leirtau frá vikunni áður, kannski ekki margra daga gamalt en þó eitthvað aftur í tímann. Ég bjó síðan til pizzu sem heppnaðist mjög vel þó Eygló fíli þær betur flatar.
Kvöldið fór síðan í rólegheit, horft á Popppunkt að vanda og síðan í Scrabble. Reyndar æstust leikar töluvert í Skrafflinu því Eygló var orðin svoltið fúl þegar mér gekk sem best. Samanlagt náðum við Eygló frábærlega mörgum stigum, heilum 750.
Ljúfur dagur semsagt.