Að fara út með ruslið

Nágranni minn fer alltaf út með ruslið, allavega lætur það út fyrir dyrnar, ekki farið með það lengra reyndar. Mér finnst það undarlegt og mér finnst þetta pirrandi. Ef þú ætlar að fara seinna með ruslið í rennuna þá getur þú bara geymt það í forstofunni en ekki láta það fram þar sem nágrannarnir þurfa að horfa upp á það. Pokinn sem er þarna úti er búinn að vera þarna síðan í gær, ég held að það einu sinni hafi verið poki þarna í nokkra daga. Ég get ekki skilið fólk.