Móðir Teresa tekin á beinið

Það var að birtast eftir mig grein á Vantrú um Móður Teresu. Þar reyni ég aðeins að koma með réttari mynd af kellingunni, reyndar ekki eins ítarlega ég hefði viljað enda hefði greinin orðið alltof löng þá.

Annars þá er Siggi Hólm að rífast við Stefán Einar sem er ægilega gaman að fylgjast með, Stefán tekinn á beinið semsagt.

Annars þá hef ég séð þetta fræga bein, þá var það inn á skrifstofunni hans Tryggva skólameistara í MA, man ekki hvort ég prufaði að setjast á það.

2 thoughts on “Móðir Teresa tekin á beinið”

  1. Æi Gneistinn minn.

    Synd að sjá þig segja að hún hafi verið tekin í dýrlingatölu um daginn. Vissulega er verið að róa að því öllum árum svo hratt sem verkast vill, með hverjum þeim meðulum sem mér sýnist menn telja sig þurfa. Hið rétta er þó að páfi tók hana um daginn í samfélag blessaðra, eða heilagra, eða hvað í skollanum sem það kallast, sem er vissulega mjög mikilvægt skref í átt til þess að lýsa hana dýrling, en eitthvað er þó í land með það ennþá.

Lokað er á athugasemdir.