Leiðinleg teljarafærsla

Fyrir svona mánuði lét ég þess getið að september hefði verið sá mánuður sem flestir hefðu heimsótt síðuna mína. Ég sagði líka að mánuðirnir þar á undan hefðu einnig allir slegið met. Að lokum spáði ég að Október gæti orðið stærri en síðan færi þetta líklega að hjaðna.

Jæja, október var stærsti mánaður allra tíma í heimsóknum talið en munurinn milli október og september var líka meiri en ég hef áður séð milli mánaða. Síðasta dag septembermánaðar fékk ég tilvísun á mig frá Batman sem gerði þann dag stærsta dag allra tíma. Þessi tilvísun er ennþá að skila mér gestum þó þeir skoði mismikið af öðrum færslum en þeirri sem vísað var á.

Ég fæ ótrúlega mikið af gestum hingað, ég veit ekkert um þá.

Verður nóvember stærri en október? Hef ekki hugmynd.

Leave a Reply