Vandræðabræður

Ég var að horfa á fyrsta þáttinn af Malcolm in the Middle og sá þar elsta bróðurinn í fyrsta sinn með sítt hár og hann minnti mig á einhvern. Eftir smá tíma fattaði ég hver það væri. Fór á Internet Movie Database og fletti honum upp og já það passaði. Francis úr MitM er bróðir Hyde úr That 70s Show. Francis býr síðan með Donnu úr That 70s Show (eða allavega leikkonunni sem leikur hana).