Best að minnast fyrst á það að hér er fyndin auglýsing um þennan dvd-disk
með Brian May gítarleikara og Roger Taylor trommara.
Ég er búinn að vera að horfa á GVHII með Queen og ég verð að segja að loksins virðist einhver af þeim sem sér um útgáfumál Queen sé farinn að skilja hvað aðdáendurnir vilja. Á þessum disk eru líklega öll myndböndin sem Queen gerði á níunda áratugnum, viðtöl við hljómsveitina á ýmsum tímapunktum og nokkur myndskeið sem sýna gerð myndbandana. Aðalgallinn er hve stuttir bútar eru úr flestum viðtölunum en þó er þetta mun betra en yfirleitt þar sem kom bara setning og setning úr hverju viðtali.
Aðalviðtalið er við Freddie og er frá 1984, maður hefur oft séð smábrot úr því enda á Freddie margar góðar línur í því en núna fær maður það í heilu lagi (eina heila viðtalið). Það er eitt verulega skrýtið við það viðtal, það er að þetta er eitt af fáum myndskeiðum sem maður hefur séð af Freddie þar sem útlitið kemur almennilega saman við upprunann. Ef maður þekkti hann ekki og heyrði ekki röddina þá myndi maður gera ráð fyrir að hann væri nýkominn frá mið-austurlöndum. Það er gaman af því.
Þetta er alveg úrvals, mjög ánægður, væri mjög sáttur af þeir gæfu mér fleiri tækifæri til að eyða peningunum mínum. Það er reyndar alltaf von á Queenboxum en það hefur dregist alltof lengi.