Laufabrauð

Jæja, ég virðist eiga í minni vandræðum með það að komast í laufabrauð en ég hélt. Ég var búinn að biðja um að vera með Gumma, Helgu og fjölskyldu en núna ég áðan að spjalla í Heiðu. Evu og Heiðu langar að búa til laufabrauð og mig langar svoltið að búa til laufabrauð frá upphafi til enda þannig að við vorum að spá í að vera saman í því. Þetta yrði líka betra af því að við gætum rumpað þessu af í lok nóvember svo þetta kæmi inn í afslöppunartíma frekar en próflestrartíma hjá okkur. Erfitt að ákveða.

En ég hef svo gaman af því að baka, ég hef að vísu líka gaman af því að skera út.

Var annars að búa til pönnukökur áðan fyrir Eygló, Hallgrím og Heiðu. Gaman gaman.