Ég er búinn að búa hér í tvo mánuði og er loksins búinn að nettengja svefnherbergið. Vandinn fólst í misheppnaðri snúruskiptingu og því að fyrstu cat5 snúrurnar sem ég bjó til voru lélegar. Það tók reyndar mun skemmri tíma en ég hélt að laga þetta, sem er gott.
Næsta skref var að gera drifið sem ég geymi mp3 lögin á að sama drifinu í báðum tölvum svo playlistar úr annari tölvunni væru nýtanlegir í hinni (fullt af fólki skilur þetta örugglega ekki). Ég get núna tengt fartölvuna við hátalarana sem eru inn í svefnherbergið og hlustað á öll lögin sem eru í stóru tölvunni, sem er gott.
Nú get ég á einfaldan hátt hangið á netinu eða skrifað í dagbókina úr rúminu, sem er gott.
Ég prufaði iTunes en það var ekki að virka af einhverjum ástæðum, hikstaði reglulega á lögum. Fannst það að vísu vera skemmtilegt forrit og á án efa eftir að nota það þegar það er komið yfir fyrstu Windows hikstana.
Notaði iTunes til að spila lög á ,,secondary“ tölvu það sparar fullt af vangaveltum um slóða að skrám o.fl. Ég er t.d. með allt með mp3 safn á fartölvunni en streama bara af henni yfir í aðrar vélar á heimanetinu mínu þegar þess þarf með. Skíteinfalt og gott.