Það er ákaflega bjánalegt með þennan strák sem var rekinn úr Idolinu fyrir að fara í viðtal við Víkurfréttir, því er haldið fram að það sé ósanngjarnt fyrir hina keppendurna ef hann fær meiri umfjöllun. Málið er bara að keppnin er ósanngjörn fyrir og sumir eru teknir í ítarlegri viðtöl svo lengi sem Stöð2 leyfir það. Málið snýst ekkert um sanngirni eða ósanngirni, málið snýst um að Stöð 2 vill eiga keppendurna með húð og hár, Stöð 2 vill geta selt viðtöl. Stöð 2 vill koma í veg fyrir að fjölmiðlar sem eru ekki í náðinni geti baðað sig í Idolkastljósinu. Sá sem vinnur Idol á örugglega eftir að fá húðflúr á rassinn: „Eign Norðurljósa“