Það sem gerðist áður en þessi mynd var tekin er að það kom grænt ljós á beygjuakreinina sem ég og blái bíllinn vorum á. Þessi jeppi þarna var síðastur af þeim sem græna ljósið var á en í stað þess að kom sér alla leið af gatnamótunum stoppaði hann skyndilega og beint fyrir framan okkur. Bæði minn bíll og þessi blái voru komnir inn á gatnamótin áður en við áttuðum okkur og gátum ekkert komist áfram. Ég áttaði mig síðan og bakkaði aftur svo ég yrði ekki fyrir umferðinni en það var ekkert pláss þar fyrir þennan bláa. Nú komast bílarnir ekki af því þeir færu þá fyrir þá sem eru að beygja upp á Grensásveg. Hér er komið grænt ljós á alla sem eru á Grensásvegi. Hér sést nokkuð vel hve vel og vandlega báðir bílarnir voru fyrir nær öllum. Jeppinn komst skömmu eftir þetta og blái bíllinn fylgdi í kjölfarið þegar aftur
var komið grænt ljós á hann.